25.000 manna samsöngur í Tallin 18. ágúst 2004 00:01 Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg," Ferðalög Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Hrafnhildur Blomsterberg kórstjóri er svo heppin að vinnan hennar og áhugamálið fara saman. Hún fór með Kór Flensborgarskólans á kóramót á vegum Europa Cantat í lok júní. "Þessi mót hafa verið haldin áratugum saman í Evrópu og að þessu sinni var mótið haldið í Eistlandi, nánar tiltekið í Tartu, sem er vinabær Hafnarfjarðar. Eistar eiga gífurlega sterka sönghefð og fyrir sjálfstæðið 1991 var þriðji hver Eisti í kór og kórsöngur var skyldufag í skóla. Þetta hefur auðvitað breyst í dag en samt er hefðin rík og mörg kórverk samin í landinu. Við urðum óþyrmilega vör við hvað stutt er síðan landið fékk sjálfstæði undan sósíalismanum. Aðbúnaður kórsins var afar slæmur og við gistum í heimavist í niðurníddum herbergjum sem eistneskir námsmenn nota enn í dag. Það var áfall fyrir krakkana að komast að því hvernig sumir jafnaldrar þeirra í Eistlandi búa. Hinsvegar fengu þau tækifæri til að syngja í og kynnast tónleikasölum sem ekki eiga sinn líka á Íslandi. Mótið hófst á skrúðgöngu þar sem allir kórar á mótinu og allir kórar í nágrenni Tartu auk allra lúðrasveita staðarins gengu saman eftir götum bæjarins. Allir voru í sínum viðhafnarbúningum og þetta var mjög hátíðleg og falleg stund. Vikan gekk út á æfingar, tónleika og að hlusta á tónlist meira eða minna. Á kvöldin hittust kórarnir, sungu saman og skoðuðu Tartu sem er fallegur gamall bær. Svo fórum við til Tallinn þar sem við tókum þátt í 150 ára gamalli hefð en frá 1864 hafa kórar komið saman fimmta hvert ár og sungið á útivistarsvæðinu í Tallinn. Þrátt fyrir að Eistar hafi gengið gegnum miklar raunir þá héldu þeir alltaf þessari hefð og sumir Eistar segja að þeir hafi sungið sig til sjálfstæðis. Þarna sungu 25.000 kórsöngvarar fyrir 200.000 áhorfendur. Þó þetta hafi verið erfið ferð og mikil vinna var þessi upplifun fyrir kórinn algerlega ógleymanleg,"
Ferðalög Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira