Þetta var mjög óraunverulegt 18. ágúst 2004 00:01 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því ítalska í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld. Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands stefna að því að bæta áhorfendametið á vellinum sem var sett árið 1968 þegar Valur gerði markalaust jafntefli við portúgalska stórliðið Benfica í Evrópukeppninni. Þá mættu 18.243 áhorfendur og seldist m.a. upp í stúku á 55 mínútum. Sigurður Dagsson stóð þá á milli stanganna í Valsmarkinu og man vel eftir þessum degi. "Þetta var góðviðriðsdagur og ótrúleg stemning. Þetta var bara mjög óraunverulegt," segir Sigurður, sem átti stórleik í markinu. "Við héngum náttúrlega á þessu jafntefli en þetta var rosalega gaman. Það er bara orðið svo langt síðan að maður vill helst ekki trúa því." Í liði Benfica var kjarninn úr liði Portúgal sem hafði staðið sig vel í heimsmeistarakeppninni tveimur árum áður. Þar var stórstjarnan Eusebio fremst í flokki. "Það er mjög eftirminnilegt að þegar þeir komu út á völl eftir hálfleikinn þá þyrptust fleiri hundruð krakka inn á völlinn og eltu Eusebio út um allt," segir Sigurður. "Þetta var ótrúlegt dæmi sem myndi náttúrlega ekki sjást í dag. Hann var bara að leika við krakkana, gaf þeim eiginhandaráritanir og hékk í markinu. Síðan þurfti að hreinsa völlinn." Sigurður segir að stuðningur áhorfenda hafi verið ómetanlegur í leiknum og hafi átt sinn þátt í því að ná þessum frábæru úrslitum. Síðari leikurinn tapaðist síðan 8-1 í Lissabon og skoraði Hermann Gunnarsson mark Valsmanna. KSÍ hefur boðið leikmönnum Vals sem spiluðu gegn Benfica á völlinn í kvöld og verður Sigurður á meðal þeirra. Vonast hann til að endurlifa þó ekki væri nema brot af tilfinningunni sem fylgdi því að spila leikinn fræga fyrir 36 árum. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því ítalska í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í kvöld. Forsvarsmenn Knattspyrnusambands Íslands stefna að því að bæta áhorfendametið á vellinum sem var sett árið 1968 þegar Valur gerði markalaust jafntefli við portúgalska stórliðið Benfica í Evrópukeppninni. Þá mættu 18.243 áhorfendur og seldist m.a. upp í stúku á 55 mínútum. Sigurður Dagsson stóð þá á milli stanganna í Valsmarkinu og man vel eftir þessum degi. "Þetta var góðviðriðsdagur og ótrúleg stemning. Þetta var bara mjög óraunverulegt," segir Sigurður, sem átti stórleik í markinu. "Við héngum náttúrlega á þessu jafntefli en þetta var rosalega gaman. Það er bara orðið svo langt síðan að maður vill helst ekki trúa því." Í liði Benfica var kjarninn úr liði Portúgal sem hafði staðið sig vel í heimsmeistarakeppninni tveimur árum áður. Þar var stórstjarnan Eusebio fremst í flokki. "Það er mjög eftirminnilegt að þegar þeir komu út á völl eftir hálfleikinn þá þyrptust fleiri hundruð krakka inn á völlinn og eltu Eusebio út um allt," segir Sigurður. "Þetta var ótrúlegt dæmi sem myndi náttúrlega ekki sjást í dag. Hann var bara að leika við krakkana, gaf þeim eiginhandaráritanir og hékk í markinu. Síðan þurfti að hreinsa völlinn." Sigurður segir að stuðningur áhorfenda hafi verið ómetanlegur í leiknum og hafi átt sinn þátt í því að ná þessum frábæru úrslitum. Síðari leikurinn tapaðist síðan 8-1 í Lissabon og skoraði Hermann Gunnarsson mark Valsmanna. KSÍ hefur boðið leikmönnum Vals sem spiluðu gegn Benfica á völlinn í kvöld og verður Sigurður á meðal þeirra. Vonast hann til að endurlifa þó ekki væri nema brot af tilfinningunni sem fylgdi því að spila leikinn fræga fyrir 36 árum.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira