Innlent

Ágúst Einarsson í rektorsframboð

Ágúst Einarsson prófessor hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands, en nafn hans hefur verið nokkuð í umræðunni síðan Páll Skúlason tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. "Ég tel mikilvægt að bæta stjórnsýslu Háskóla Íslands, sérstaklega á sviði fjármála, og gæta hagsmuna skólans gagnvart stjórnvöldum," segir Ágúst. Hann segir háskólann að mörgu leyti standa á tímamótum, hann hafi stækkað mikið og eigi í harðri samkeppni við innlenda og erlenda skóla. "Það er brýnt að taka á málum með hagsmuni skólans í fyrirrúmi. Það bíða mörg verkefni sem þarf að taka á. Margir virðast treysta mér til þess og ég er þakklátur fyrir það. Svo kemur í ljós hvað verður," segir Ágúst. Menntamálaráðuneytið mun auglýsa stöðu háskólarektors í janúarmánuði næstkomandi en rektorskjör fer fram um miðjan mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×