Vítamíndropar taldir valda ofnæmi 4. ágúst 2004 00:01 Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkalllaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamíndropunum hefði verið uppspretta af jarðhnetuprótínum, sem valdið gætu ofnæmi. Lyfjastofnun innkallaði dropana, sem voru framleiddir í Danmörku, í fyrra vegna skorts á upplýsingum á merkimiðum á þeim þar sem láðst hefði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. "Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vaxandi mæli," sagði Björn. "Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matarvenjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað," sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangsmikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni þess í aldursflokkunum fæddum 1960-1980 og 1981til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnetum mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleikum, fallið í blóðþrýstingi og lífshættulegt ástand gæti skapast. "Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei séð dauðsfall," sagði Björn. "Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi," sagði hann ennfremur. "En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetuolía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum." Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetuofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. "Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið," sagði hann, "af því að það er hvað svæsnast." Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkalllaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamíndropunum hefði verið uppspretta af jarðhnetuprótínum, sem valdið gætu ofnæmi. Lyfjastofnun innkallaði dropana, sem voru framleiddir í Danmörku, í fyrra vegna skorts á upplýsingum á merkimiðum á þeim þar sem láðst hefði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. "Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vaxandi mæli," sagði Björn. "Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matarvenjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað," sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangsmikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni þess í aldursflokkunum fæddum 1960-1980 og 1981til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnetum mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleikum, fallið í blóðþrýstingi og lífshættulegt ástand gæti skapast. "Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei séð dauðsfall," sagði Björn. "Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi," sagði hann ennfremur. "En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetuolía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum." Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetuofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. "Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið," sagði hann, "af því að það er hvað svæsnast."
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira