Vítamíndropar taldir valda ofnæmi 4. ágúst 2004 00:01 Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkalllaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamíndropunum hefði verið uppspretta af jarðhnetuprótínum, sem valdið gætu ofnæmi. Lyfjastofnun innkallaði dropana, sem voru framleiddir í Danmörku, í fyrra vegna skorts á upplýsingum á merkimiðum á þeim þar sem láðst hefði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. "Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vaxandi mæli," sagði Björn. "Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matarvenjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað," sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangsmikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni þess í aldursflokkunum fæddum 1960-1980 og 1981til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnetum mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleikum, fallið í blóðþrýstingi og lífshættulegt ástand gæti skapast. "Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei séð dauðsfall," sagði Björn. "Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi," sagði hann ennfremur. "En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetuolía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum." Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetuofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. "Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið," sagði hann, "af því að það er hvað svæsnast." Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Eftir að ungabarn hafði fengið bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum voru innkalllaðir vítamíndropar sem innihalda jarðhnetuolíu. Björn Árdal, sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, sagði grun leika á að jarðhnetuolían í A- og D-vítamíndropunum hefði verið uppspretta af jarðhnetuprótínum, sem valdið gætu ofnæmi. Lyfjastofnun innkallaði dropana, sem voru framleiddir í Danmörku, í fyrra vegna skorts á upplýsingum á merkimiðum á þeim þar sem láðst hefði að tilgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í þeim. Þá lék grunur á að tilfelli af hnetuofnæmi hefði komið fram hjá ungabarni hér á landi vegna notkunar á dropunum. "Menn hafa fundið þetta ofnæmi í vaxandi mæli," sagði Björn. "Það stafar vafalaust meðal annars af breyttum matarvenjum. Ég tel, að einstaklingum með jarðhnetuofnæmi hafi fjölgað," sagði Björn, en undirstrikaði að engar tölur lægju fyrir. Hann sagði að gera þyrfti umfangsmikla rannsókn til að finna út tíðni þess. Sjálfur kvaðst hann giska á að stór munur væri á tíðni þess í aldursflokkunum fæddum 1960-1980 og 1981til dagsins í dag. Hann sagði jafnframt, að sá sem hefði ofnæmi fyrir jarðhnetum mætti ekki setja agnarögn af þeim inn fyrir sínar varir. Ella getur viðkomandi fengið einkenni eða allt upp í ofnæmislost. Þá gæti hann átt í öndunarerfiðleikum, fallið í blóðþrýstingi og lífshættulegt ástand gæti skapast. "Við höfum séð svæsin einkenni en sem betur fer aldrei séð dauðsfall," sagði Björn. "Þó að vissir einstaklingar séu útsettir fyrir jarðhnetum þá eru örfáir sem mynda ofnæmi," sagði hann ennfremur. "En menn töldu, þegar það kom upp, að jarðhnetuolía væri í vítamíndropunum, að betra væri að losa sig við hana. Það er grunur um, að hún hafi getað ræst ofnæmisviðbrögð fyrir jarðhnetum." Björn sagði að foreldrar barna sem væru haldin jarðhnetuofnæmi væru með neyðarsprautu til taks. Í henni væri adrenalín. "Þetta á fyrst og fremst við um jarðhnetuofnæmið," sagði hann, "af því að það er hvað svæsnast."
Fréttir Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira