Eftirminnileg ferð 30. júní 2004 00:01 Hörður Bragason organisti í Grafarvogskirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. "Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af útlendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bílarnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hárrétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni eindregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri. Ferðalög Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hörður Bragason organisti í Grafarvogskirkju hefur farið í mörg ferðalög um allan heim en minnistæðust er honum ferð sem hann fór í þegar hann var lítill. "Ég fór í jeppaferð yfir Sprengisand með pabba, mömmu, bróður og litlu systur sem var fjögurra ára. Pabbi var landmælingamaður og átti Land Rover, árgerð 1962 og við vorum eina fólkið í stóru blokkinni sem við bjuggum í sem átti jeppa. Það þótti nú ekki mjög fínt en gerði það samt að verkum að við komumst í þessa vikuferð. Það var ryk og sól og bekkirnir aftur í Land Rovernum voru óþægilegir en þetta var samt æðislegt. Það sem var hvað ótrúlegast við þetta ferðalag var að við bræðurnir, sem vorum níu og tíu ára þegar þetta var, trúðum öllu sem litla systir okkar sagði okkur og ferðin var svoleiðis að hún lýsti því sem myndi bera fyrir augu og við biðum eftir því að sjá það sem hún var búin að segja okkur frá. Hvergi var hræðu að sjá og við vorum alein í heiminum fyrir utan tvo fjallabíla frá Úlfari Jakobsen sem voru troðfullir af útlendingum. Okkur var meinilla við þessa bíla og fólkið sem var í þeim enda hétu bílarnir Fanturinn og Frekjan. Við vorum fljót að fara burt þegar við sáum þá einhvers staðar. Við fórum á staði sem hétu skrýtnum nöfnum eins og Eyvindakofaver og fórum líka í Jökulheima nema litla systir mín sem vissi alltaf best hvað staðirnir hétu var búin að ákveða að þeir hétu Nagheimar því þar bjuggu tröll sem nöguðu beinin. Þegar við komum af sandinum var farið til Akureyrar og Bryndís systir sagði okkur nákvæmlega hvernig allt yrði þar. Hún sagði að þar væru fjólubláir útikamrar og ég man ekki betur en að hún hafi haft hárrétt fyrir sér. Ég hef ekki farið yfir Sprengisand síðan þetta var en stefni eindregið þangað og er mjög spenntur að sjá hvort staðirnir sem Bryndís systir lýsti eru enn þar sem við skildum við þá og hvort fjólubláu kamrarnir standa enn við hvert hús á Akureyri.
Ferðalög Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira