Fimmti hver skilaði auðu 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir að hlutfall auðra seðla væri lítil uppskera miðað við baráttuna gegn sér að undanförnu. Í þeirri baráttu telur hann Morgunblaðið hafa verið í fylkingarbrjósti. Hann þakkaði traustið sem honum væri sýnt með endurkjörinu. Hann sagði að það væri fátítt í lýðræðisríki að forseti hlyti svo afgerandi stuðning í kosningum. Ólafur Ragnar fékk sem fyrr segir ríflega 85 prósent gildra atkvæða, en séu auðir og ógildir seðlar teknir með í reikninginn fékk hann 67,5 prósent. Baldur Ágústsson lagði áherslu á að hann nyti margfalds fylgis á við Ástþór Magnússon, sem hefði verið miklu lengur í eldinum en hann, og væri með sínu tólf og hálfa prósenti með fleiri atkvæði en sérfræðingarnir hefðu spáð honum fyrirfram. Ástþór Magnússon var ósáttur með sinn hlut, tæp 2 prósent, og skildi ekkert í þeim fjölda fólks sem kaus Ólaf Ragnar. Ástþór sagðist þó hafa fleiri stuðningsmenn en sjálfur kristur á sínum tíma. Hann sagði að þó þjóðin kysi að krossfesta hann í þessum kosningum hans bindi það ekki enda á málstað hans. Hann muni halda áfram ótrauður. Þá spáði hann því að fyrir lok ársins 2006 væri búið að sprengja kjarnorkusprengju. Kjörsókn á landinu nam aðeins 63 prósentum tæpum og hefur aldreið verið minni hér á landi. Til dæmis var hún tæp 73 prósent í forsetakosningunum 1988, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn forseta Íslands, sem þá var Vigdís Finnbogadóttir. Kjörsóknin var minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðausturkjördæmi og munar fjórum prósentustigum. Greinilegur munur er á suðvesturhorninu og öðrum hlutum landsins þegar kemur að auðum seðlum. Mun fleiri skiluðu auðu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Kraganum en í hinum þremur kjördæmunum. Ólafur Ragnar Grímsson nýtur sömuleiðis meiri stuðnings utan höfuðborgarsvæðisins og nágrennis en innan þess. Fyrstu tölur voru gerðar opinberar strax þegar kjörstöðum var lokað í gærkvöld, klukkan tíu, og þær síðustu rétt eftir klukkan hálf sjö í morgun. Þurfti að flytja kjörkassa með bíl alla leið frá Höfn í Hornafirði á Selfoss og þangað flaug einnig þyrla Landhelgisgæslunnar í mjög slæmu veðri með kjörkassa úr Vestmannaeyjum. Þá er um langan veg að fara með gögnin í Norðvesturkjördæmi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira