Innlent

Kveikt í Brekku

Eldur sem kom upp í bænum Brekku í Hvalfirði aðfararnótt mánudags var af völdum íkveikju. Lögreglan í Borgarnesi, sem fer með rannsókn málsins, segir að rannsókn á vettvangi hafi leitt þetta í ljós. Bíll sem stóð við húsið brann í eldinum en annar bíll sem stóð fjær húsinu brann ekki en var skemmdur sömu nótt. Rúður í honum voru brotnar og hann rispaður. Lögregla telur að sami maður beri ábyrgð á íkveikjunni og skemmdarverkunum. Upptök eldsins voru í bílskúr í kjallara hússins sem var ólæstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×