Innlent

Minna horft á Stöð 2

Áhorf á Stöð 2 og Sýn var nokkru minna í nýliðnum ágúst en í maí þegar það var síðast kannað. Sjónvarpið, Skjár einn og Popp Tíví halda sínu samkvæmt nýrri könnun Gallups.  93 prósent landsmanna horfðu eitthvað á Sjónvarpið, 74 prósent horfðu eitthvað á Stöð 2 og tæp 72 prósent á Skjá einn. Uppsafnað áhorf á Popp Tíví mældist 24 prósent en tæp 14 á Sýn. Fréttir Sjónvarpsins eru sem fyrr það sjónvarpsefni sem mest er horft á og jókst áhorfið ögn milli kannana. Að sama skapi eru fréttir vinsælasta sjónvarpsefni Stöðvar 2 en áhorfið á þeim bænum minnkaði áhorfið um tæp þrjú prósent frá í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×