Innlent

Betur fór en á horfðist

Tveir slösuðust lítillega þegar strætisvagn og tveir fólksbílar lentu í árekstri á mótum Smáragötu og Hringbrautar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Loka varð kafla Hringbrautar vegna slyssins þar sem annar fólksbíllinn valt við áreksturinn og var óttast á tímabili að um alvarlegt slys væri að ræða. Betur fór þó en á horfðist. Þrátt fyrir ljóta aðkomu kom ekki til þess að nota þyrfti tækjabíl slökkviliðs sem sendur var á staðinn. Tildrög slyssins eru enn ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×