Innlent

Gaseitrun ekki orsök sjúkdómsins

Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði á Rannsóknastofu Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði, segir alveg víst að riða sé smitsjúkdómur og orsakist ekki af gaseitrun vegna gerjunar í úrgangi dýra. Fram komu kenningar um slíkt í kjölfar riðu sem uppgötvaðist á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. "Hins vegar getur vel verið að fé verði sjúkt af því að anda að sér þessum lofttegundum sem um er að ræða í þessu tilviki, en það veldur ekki þessum sjúkdómi sem menn kalla riðu," segir Jakob og bendir á að langan tíma taki fyrir taugaskemmdir af völdum leysiefna að koma fram. "Skepnur verða ekki svo gamlar. Það tekur meira að segja nokkur ár fyrir menn sem vinna í mjög menguðu umhverfi að fá greinilegar taugaskemmdir." Jakob segir að þótt margar spurningar séu varðandi próteinstubbinn príon sem sagður er valda riðu hafi sjúkdómurinn verið svo lengi til að tenging við gasmengun sé ólíkleg. "Fyrir þessum 120 árum voru menn ekki með haughús eða slíkt, heldur bara venjuleg fjárhús og á þeim tímum var fé mjög lítið á húsi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×