Lögreglan ætti að prófa smábíla 30. ágúst 2004 00:01 "Eitt helsta vandamálið er að búnaður lögreglubíla er það mikill orðinn að hann kemst illa fyrir í smærri bílum," segir Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Lögreglubílar á Íslandi eru flestir af stærri gerðinni og vekur athygli að það á líka við um höfuðborgarsvæðið. Víða erlendis eru lögreglumenn á smærri bifreiðum sem henta borgarumferð betur, eyða og menga minna og spara þannig talsverða fjármuni. Eðlilegt er að lögregluembætti noti mismunandi tegundir bifreiða vegna mismunandi verkefna sinna en margir telja að spara megi mikið með skynsamlegri kaupum en verið hefur. Ekkert lögregluembætti hér á landi notar reglulega smærri bíla en Opel Vectra, en slíkir bílar kosta frá tveimur milljónum króna. Lögreglan í Reykjavík notar slíkar bifreiðar talsvert en einnig er mikið um Volvo S80 sem eru helmingi dýrari. Slíkir bílar kosta allt að fimm milljónum króna. Þá kostar sú tegund mótorhjóla sem notuð er hjá Lögreglunni í Reykjavík einnig tæpar fimm milljónir. Öflug hjólin eru ekki notuð þar sem þau koma að hvað bestum notum, á þjóðvegum landsins. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir höfuðborgina varla samanburðarhæfa við erlendar borgir hvað þetta varðar. "Þar eru borgarkjarnar mun stærri en hér þar sem svæði hvers bíls er mikið stærra. Hér eru bílar sendir um alla borg eftir aðstæðum en sinna ekki eingöngu ákveðnum svæðum." Guðmundur H. Jónsson, telur hins vegar vel þess virði að prófa smærri bíla í borginni og síðan sé hægt að draga ályktanir. "Þetta hefur að sjálfsögðu mikið með starfsaðstöðu lögreglumannanna að gera. Það má færa fyrir því rök að bílarnir þurfi að vera af ákveðinni stærð, en mér þætti eðlilegt að eitthvert embættanna prófaði smábíl á borð við þá sem notaðir eru víða erlendis til að fá samanburðinn." albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
"Eitt helsta vandamálið er að búnaður lögreglubíla er það mikill orðinn að hann kemst illa fyrir í smærri bílum," segir Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Lögreglubílar á Íslandi eru flestir af stærri gerðinni og vekur athygli að það á líka við um höfuðborgarsvæðið. Víða erlendis eru lögreglumenn á smærri bifreiðum sem henta borgarumferð betur, eyða og menga minna og spara þannig talsverða fjármuni. Eðlilegt er að lögregluembætti noti mismunandi tegundir bifreiða vegna mismunandi verkefna sinna en margir telja að spara megi mikið með skynsamlegri kaupum en verið hefur. Ekkert lögregluembætti hér á landi notar reglulega smærri bíla en Opel Vectra, en slíkir bílar kosta frá tveimur milljónum króna. Lögreglan í Reykjavík notar slíkar bifreiðar talsvert en einnig er mikið um Volvo S80 sem eru helmingi dýrari. Slíkir bílar kosta allt að fimm milljónum króna. Þá kostar sú tegund mótorhjóla sem notuð er hjá Lögreglunni í Reykjavík einnig tæpar fimm milljónir. Öflug hjólin eru ekki notuð þar sem þau koma að hvað bestum notum, á þjóðvegum landsins. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir höfuðborgina varla samanburðarhæfa við erlendar borgir hvað þetta varðar. "Þar eru borgarkjarnar mun stærri en hér þar sem svæði hvers bíls er mikið stærra. Hér eru bílar sendir um alla borg eftir aðstæðum en sinna ekki eingöngu ákveðnum svæðum." Guðmundur H. Jónsson, telur hins vegar vel þess virði að prófa smærri bíla í borginni og síðan sé hægt að draga ályktanir. "Þetta hefur að sjálfsögðu mikið með starfsaðstöðu lögreglumannanna að gera. Það má færa fyrir því rök að bílarnir þurfi að vera af ákveðinni stærð, en mér þætti eðlilegt að eitthvert embættanna prófaði smábíl á borð við þá sem notaðir eru víða erlendis til að fá samanburðinn." albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira