Lögreglan ætti að prófa smábíla 30. ágúst 2004 00:01 "Eitt helsta vandamálið er að búnaður lögreglubíla er það mikill orðinn að hann kemst illa fyrir í smærri bílum," segir Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Lögreglubílar á Íslandi eru flestir af stærri gerðinni og vekur athygli að það á líka við um höfuðborgarsvæðið. Víða erlendis eru lögreglumenn á smærri bifreiðum sem henta borgarumferð betur, eyða og menga minna og spara þannig talsverða fjármuni. Eðlilegt er að lögregluembætti noti mismunandi tegundir bifreiða vegna mismunandi verkefna sinna en margir telja að spara megi mikið með skynsamlegri kaupum en verið hefur. Ekkert lögregluembætti hér á landi notar reglulega smærri bíla en Opel Vectra, en slíkir bílar kosta frá tveimur milljónum króna. Lögreglan í Reykjavík notar slíkar bifreiðar talsvert en einnig er mikið um Volvo S80 sem eru helmingi dýrari. Slíkir bílar kosta allt að fimm milljónum króna. Þá kostar sú tegund mótorhjóla sem notuð er hjá Lögreglunni í Reykjavík einnig tæpar fimm milljónir. Öflug hjólin eru ekki notuð þar sem þau koma að hvað bestum notum, á þjóðvegum landsins. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir höfuðborgina varla samanburðarhæfa við erlendar borgir hvað þetta varðar. "Þar eru borgarkjarnar mun stærri en hér þar sem svæði hvers bíls er mikið stærra. Hér eru bílar sendir um alla borg eftir aðstæðum en sinna ekki eingöngu ákveðnum svæðum." Guðmundur H. Jónsson, telur hins vegar vel þess virði að prófa smærri bíla í borginni og síðan sé hægt að draga ályktanir. "Þetta hefur að sjálfsögðu mikið með starfsaðstöðu lögreglumannanna að gera. Það má færa fyrir því rök að bílarnir þurfi að vera af ákveðinni stærð, en mér þætti eðlilegt að eitthvert embættanna prófaði smábíl á borð við þá sem notaðir eru víða erlendis til að fá samanburðinn." albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
"Eitt helsta vandamálið er að búnaður lögreglubíla er það mikill orðinn að hann kemst illa fyrir í smærri bílum," segir Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Lögreglubílar á Íslandi eru flestir af stærri gerðinni og vekur athygli að það á líka við um höfuðborgarsvæðið. Víða erlendis eru lögreglumenn á smærri bifreiðum sem henta borgarumferð betur, eyða og menga minna og spara þannig talsverða fjármuni. Eðlilegt er að lögregluembætti noti mismunandi tegundir bifreiða vegna mismunandi verkefna sinna en margir telja að spara megi mikið með skynsamlegri kaupum en verið hefur. Ekkert lögregluembætti hér á landi notar reglulega smærri bíla en Opel Vectra, en slíkir bílar kosta frá tveimur milljónum króna. Lögreglan í Reykjavík notar slíkar bifreiðar talsvert en einnig er mikið um Volvo S80 sem eru helmingi dýrari. Slíkir bílar kosta allt að fimm milljónum króna. Þá kostar sú tegund mótorhjóla sem notuð er hjá Lögreglunni í Reykjavík einnig tæpar fimm milljónir. Öflug hjólin eru ekki notuð þar sem þau koma að hvað bestum notum, á þjóðvegum landsins. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir höfuðborgina varla samanburðarhæfa við erlendar borgir hvað þetta varðar. "Þar eru borgarkjarnar mun stærri en hér þar sem svæði hvers bíls er mikið stærra. Hér eru bílar sendir um alla borg eftir aðstæðum en sinna ekki eingöngu ákveðnum svæðum." Guðmundur H. Jónsson, telur hins vegar vel þess virði að prófa smærri bíla í borginni og síðan sé hægt að draga ályktanir. "Þetta hefur að sjálfsögðu mikið með starfsaðstöðu lögreglumannanna að gera. Það má færa fyrir því rök að bílarnir þurfi að vera af ákveðinni stærð, en mér þætti eðlilegt að eitthvert embættanna prófaði smábíl á borð við þá sem notaðir eru víða erlendis til að fá samanburðinn." albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira