Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum." Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Vinnumiðlunin Vinna.is sérhæfir sig í ráðningum í iðngreinastörf og þau störf þar sem ekki er krafist háskólamenntunar. Agla Sigríður Björnsdóttir er ráðningarstjóri Vinnu.is. Hún segir að greinilegra umskipta verði vart á vinnumarkaðinum á þessum árstíma. "Þessi umskipti byrja upp úr verslunarmannahelgi því skólafólk vill gjarna fá smáfrí áður en skólinn byrjar. Skólakrakkarnir hafa helst unnið afgreiðslu- og þjónustustörf og því verður fjarveru þeirra mest vart í þeim geiranum og nú er verið að leita að fólki í þessi hefðbundnu afgreiðslu- og þjónustustörf. -Leitar skólafólk til vinnumiðlana í von um vinnu með skólanum? "Það eru margir krakkar sem vilja vinna með skólanum en fyrirtækin láta sumarstarfsfólkið ganga fyrir í aukavinnu um kvöld og helgar. Annars hefur verið erfitt að fá fólk í vaktavinnu. Það er tímanna tákn, yngra fólk hefur oftar valist í störf þar sem um óreglulegan vinnutíma er að ræða og nú er mikil afþreying í boði fyrir þann aldurshóp. Ungt fólk vill hafa frítíma um kvöld og helgar til að geta nýtt sér afþreyinguna og vill því síður vinna vaktavinnu." -En verður brotthvarfs skólafólksins aftur að bókunum vart í iðngreinunum? "Ekki svo mikið þar sem iðngreinastörf eru yfirleitt svo sérhæfð að skólafólk er sjaldnast að vinna þau. Það varð umsnúningur fyrir um ári síðan á þessu sviði. Þá var mikið framboð á iðnaðarmönnum en eftirspurnin minni en nú er stöðug eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem er ekki árstíðabundin." -En hvernig störf eru þá helst í boði þessa dagana? "Mest er eftirspurnin eftir starfskröftum í verslun og þjónustu. Nú hefur verslunum fjölgað og þær eru opnar lengur og því má segja að skortur sé á ófaglærðu afgreiðslufólki á vinnumarkaðinum."
Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira