Dvalarleyfisboðið stendur 20. desember 2004 00:01 Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira