Rúrí stefnir íslenska ríkinu 19. desember 2004 00:01 Rúrí. Vísir Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið. Styttur og útilistaverk Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið.
Styttur og útilistaverk Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira