Rúrí stefnir íslenska ríkinu 19. desember 2004 00:01 Rúrí. Vísir Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið. Styttur og útilistaverk Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið.
Styttur og útilistaverk Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira