Misjafn erfðabreytileiki 19. desember 2004 00:01 "Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
"Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira