Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers 17. desember 2004 00:01 Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið." Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að bandarísk stjórnvöld krefjist framsals á skákmeistaranum Bobby Fischer fari svo að hann komi hingað til lands. Framsalssamningur er í gildi milli Íslands og Bandaríkjanna. Slík krafa hefur hins vegar ekki verið lögð fram í Japan, þar sem Fischer hefur verið í haldi í fimm mánuði og ámóta samningur er í gildi. Íslensk stjórnvöld ráðfærðu sig ekki við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en tekin var ákvörðun um að bjóða Fischer landvistarleyfi. "Þeim var skýrt frá þessu og tekið fram að ekki væri um pólitískt hæli að ræða," segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hann áréttar að með ákvörðuninni sé ekki á nokkurn hátt tekið undir skoðanir eða gagnrýni sem Fischer kunni að hafa haft í frammi. "Þetta er gert í fullum vinskap og virðingu við Bandaríkin. Okkar áhersla snýst eingöngu um mannúðarsjónarmið. Fischer leitaði til okkar í kröggum og við viljum verða við þessu kalli hans." Þá segir Gunnar Snorri skipta máli að Bandaríkjamenn hafi ekki sett af stað formlegt framsalsmál í Japan. "Svo verður bara að koma í ljós hvað þeir gera," segir hann og bætir við að viðbrögð Bandaríkjanna hafi einungis verið að taka fram að málið væri í vinnslu og á forræði dómsmálaráðuneytisins þar. Pia Hanson, upplýsingafulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna, segir ekki rétt að James Irvin Gadsen sendiherra hafi verið kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu vegna máls Bobby Fischer, heldur hafi á miðvikudag verið fyrir fram ákveðinn fundur þar sem ýmis mál voru á dagskrá. "En við þetta tækifæri var sendiherranum tilkynnt um ákvörðun íslenskra stjórnvalda," segir Pia og hefur ekki trú á að gengið hafi verið fram hjá sendiráðinu í samráði við bandarísk stjórnvöld. Hún segir verið að skoða lagalega hlið mála í Bandaríkjunum. "Það er búið að vísa þessu í dómsmálaráðuneytið og þar eru lögfræðingar að athuga málið."
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira