Lífið

Ást við fyrstu sýn hjá Jóa Fel

Jói Fel og kona hans Unnur Helga Gunnarsdóttir.
Jói Fel og kona hans Unnur Helga Gunnarsdóttir.
Jói Fel og kona hans Unnur Helga Gunnarsdóttir voru á tímamótum þegar Unnur gekk inn í nýopnað bakaríið hans. Nokkrum vikum síðar voru þau orðin par. Nú eiga þau samtals fjögur börn og njóta þess að lifa.

Jói Fel og Unnur kona hans eru í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar má meðal annars lesa þetta:

Unnur var nýlega skilin þegar hún gekk inn í bakaríið hans Jóa til að kaupa brauð og hann afgreiddi hana. Það var ást við fyrstu sýn. Þau hlæja bæði og Jói segist ekki neita því.

„Hún var fyrsti kúnninn,“ segir Jói og hlær en útskýrir betur að Unnur hafi verið fyrsta fallega konan sem kom inn í bakaríið.

„Ég tók strax eftir þessari fallegu konu,“ segir hann og lítur ástúðlega á hana.

„Áður en ég vissi af var ég farin að koma oftar í bakaríið en ég þurfti. Mér leist vel á þennan myndarlega unga mann,“ segir Unnur ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×