Erlent

Samkynhneigðir í hjónaband

Samkynhneigðir geta nú staðfest samvist sína á Nýja-Sjálandi eftir að þing landsins samþykkti lög þess efnis. Hundruð söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að fagna niðurstöðinni, en lögin gera þó ekki ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengi í hjónaband. Slíkt samband er á Nýja-Sjálandi aðeins á milli karls og konu. Í vikunni komst hæstiréttur Kanada einnig að þeirri niðurstöðu, að ekkert bannaði samkynhneigðum að ganga í hjónaband þar í landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×