Innlent

Trygg framtíð Orkubúsins

Starfsemi Orkubús Vestfjarða verður frekar efld en að dregið verði úr henni og störfum fækkað ef breytingar verða á rekstrinum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs, fengu það svar á fundi með þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór segir að menn hafi óttast að störfum fækkaði yrði Orkubúið sameinað Landsvirkjun og Rarik, eins og stefnt hafi verið að þegar selja átti Landsvirkjun til ríkisins. Mikil ánægja sé með þau svör sem fengust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×