Lífið

Inga Lind býður í heimsókn

"Ég á marga uppáhaldsstaði hér á heimilinu en ætli ég eyði ekki mestum tíma í eldhúsinu," segir Inga Lind Karlsdóttir umsjónamaður morgunþáttarins Íslands í bítið. Inga Lind býr í stóru fallegu húsi á fjórum pöllum á Arnarnesinu ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum. "Maður er einhvern veginn alltaf hér í eldhúsinu, hér er náttúrulega borðað og svo föndrum við hér, spilum og bökum og allt þetta sem maður gerir með börnunum," segir Inga Lind sem er búin að gera margar tilraunir til að baka smákökur fyrir jólin. "Við krakkarnir erum í því að baka og borða kökurnar og baka svo meira," segir hún hlæjandi. Annar staður á heimilinu sem er í sérstöku uppáhaldi hjá Ingu Lind er fallegur og þægilegur stóll sem stendur í einu horninu. Lestu ítarlegra viðtal við Ingu Lind í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×