Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu 5. desember 2004 00:01 Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira