Piltur lést í eldsvoða 4. desember 2004 00:01 Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Stúlkan var í þann mund að stökkva út um glugga á annarri hæð hússins þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn um klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir vegfarendur náðu að grípa stúlkuna. Skömmu síðar stökk pilturinn út af svölum hússins. Þegar slökkviliðsmaður fór inn um þvottahúsið fann hann pilt meðvitundarlausan rétt við dyrnar. Móðir piltsins vinnur á sjúkrahúsinu, en hún tók á móti ungmennunum þar. Hún fór síðan með syni sínum til Akureyrar og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar er ástand piltsins stöðugt en hann var í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Pilturinn sem lést fannst inn í stofu hússins þar sem er talið að eldurinn hafi komið upp. Fleiri ungmenni höfðu verið í samkvæmi í húsinu um nóttina en voru farin þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk greiðlega en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið sem er steinhús er talið nánast ónýtt eftir brunann vegna gífurlegs hita sem myndaðist. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og ekki er ljóst um eldsupptök annað en að þau eru talin hafa verið í stofu á neðri hæð. Íbúar á Sauðarkróki eru mjög slegnir yfir brunanum. Tendra átti ljós á jólatré bæjarbúa með viðhöfn í gær en því var frestað þar til í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Piltur um tvítugt fórst í bruna í einbýlishúsi við Bárustíg á Sauðárkróki í gær. Annar piltur fannst meðvitundarlaus í húsinu og var hann fluttur á sjúkrahús Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur á gjörgæsludeild. Stúlka og piltur sem einnig voru í húsinu sluppu ómeidd en þau stukku út af annarri hæð hússins. Stúlkan var í þann mund að stökkva út um glugga á annarri hæð hússins þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn um klukkan ellefu í gærmorgun. Tveir vegfarendur náðu að grípa stúlkuna. Skömmu síðar stökk pilturinn út af svölum hússins. Þegar slökkviliðsmaður fór inn um þvottahúsið fann hann pilt meðvitundarlausan rétt við dyrnar. Móðir piltsins vinnur á sjúkrahúsinu, en hún tók á móti ungmennunum þar. Hún fór síðan með syni sínum til Akureyrar og þaðan með flugi til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar er ástand piltsins stöðugt en hann var í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Pilturinn sem lést fannst inn í stofu hússins þar sem er talið að eldurinn hafi komið upp. Fleiri ungmenni höfðu verið í samkvæmi í húsinu um nóttina en voru farin þegar eldurinn kviknaði. Slökkvistarf gekk greiðlega en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsið sem er steinhús er talið nánast ónýtt eftir brunann vegna gífurlegs hita sem myndaðist. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi og ekki er ljóst um eldsupptök annað en að þau eru talin hafa verið í stofu á neðri hæð. Íbúar á Sauðarkróki eru mjög slegnir yfir brunanum. Tendra átti ljós á jólatré bæjarbúa með viðhöfn í gær en því var frestað þar til í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira