Innlent

Dómur fyrir brot gegn 5 ára stúlku

Tuttugu og eins árs karlmaður var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Telpan greindi frá því að maðurinn, sem er kærasti eldri systur hennar, hafi oftar en einu sinni nuddað og kysst kynfæri sín. Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur, sagði í greinargerð sinni fyrir dómi að háttsemi ákærða hafi sært blygðunarsemi telpunnar og að ljóst sé að hún hafi upplifað reynslu sem börn á hennar aldri ættu ekki að þekkja til. Þá lítur dómurinn það alvarlegum augum að brotið var framið á heimili telpunnar þar sem ákærði var heimilisvinur og naut óskoraðs trúnaðartrausts foreldra telpunnar. Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn og segist iðrast þessa. Hann hefur meðal annars leitað sálfræðings og var umsögn sálfræðingsins lögð fram í réttinum. Með tilliti til þessa skilorðsbindur Héraðsdómur dóminn í fimm ár.  Manninum er gert að greiða allan sakarkostnað og telpunni 150 þúsund krónur í miskabætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×