Innlent

Ríkinu gert að bæta hreindýrakjöt

Íslenska ríkið er bótaskylt, samkvæmt dómi Hæstaréttar, vegna hreindýrakjöts sem hvarf úr vörslu lögreglunnar en áður hafði lögreglan lagt hald á kjötið. Hæstiréttur snéri dómi Héraðsdóms Austurlands sem hafði sýknað ríkið af kröfum eigandans en hann krafðist tæplega 300 þúsund króna fyrir kjötið. Fallið hafði verið frá kærumáli á hendur manninum vegna ólöglegra hreindýraveiða. Ekki er vitað hver stal kjötinu en rjúfa þurfti innsigli lögreglunnar til að komast að því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×