Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd 30. nóvember 2004 00:01 Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira