Innlent

Hlutfallslega flest í Grímsey

Einkahlutafélögum hefur fjölgað verulega á undanförnum fjórum árum, eða úr tæplega 14 þúsund í tæplega 21 þúsund. Víða hefur þessi þróun merkjanleg áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaganna. Ef miðað er við íbúafjölda eru einkahlutafélögin hlutfallslega flest í Grímsey. Þegar miðað er við 93 íbúa hefur sveitarfélagið fimm og hálfan íbúa fyrir hvert einkahlutafélag. Þar hefur einkahlutafélögum fjölgað úr 11 í 17 frá því árið 2000. Flest eru einkahlutafélögin í Reykjavík, tæplega 9.500, og þar hefur þeim einnig fjölgað mest á undanförnum fjórum árum, um tæplega 3.000. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar eru teknar saman upplýsingar um þróun einkahlutafélaga frá Hagstofu Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×