Eimir eftir af áráttuhegðun 29. nóvember 2004 00:01 "Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
"Þetta hefur gengið framar vonum, en röskunin sem varð er þó enn að trufla hann," sagði Pálína E. Þórðardóttir, móðir hans. "Einhverfir leita í einhverja áráttu þegar þeir hafa ekki sitt reglubundna líf. Hann fer í áráttuhegðun þegar áreitið kemur og það eimir enn eftir af því. Það tekur væntanlega lengri tíma að vinna úr því." Pálína og faðir Jóns Þórs, Jóhannes Jónsson, sögðu meðan verkfallið stóð, að það væri beinlínis sárt að horfa upp á þá afturför sem hefði orðið hjá honum. Jón Þór er eins og aðrir einhverfir, mjög háður reglu og skipulagi og sögðu foreldrar hans þann tíma sem verkfallið hefur staðið kostað hann marga mánuði í afturför. Hann var þá farinn að taka reiðiköst. Fyrstu daga verkfallsins grét hann mikið og var farinn að pissa á sig, jafnvel nokkrum sinnum á dag, en áður hafði það komið örsjaldan fyrir. Pálína sagði starfsfólkið í Hamraskóla, þar sem Jón Þór er, vera frábært í alla staði. Þar er rekin deild fyrir einhverfa nemendur, sem eru sjö talsins. Krakkarnir eru á ýmsum aldri, allt upp í 8. bekk. "Verkfallið truflaði hann verulega og við eigum enn svolítið í land," sagði Pálína. "Hann varð mjög glaður þegar hann komst aftur í skólann. Það var ekki vandamál að fá hann til að fara aftur þangað, en það var kannski meira vandamál að fá hann til að fara að vinna aftur og gera sín verkefni. Það er ekki komið í sama horf og var áður en verkfallið skall á."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira