Innlent

Þrjátíu án atvinnu

46 starfsmenn Kísiliðjunnar í Mývatnssveit missa vinnuna við verksmiðjuna í dag þegar skellt verður í lás í síðasta sinn. Í gær var öll vinnsla stöðvuð og síðustu kísilgúrsekkirnir fluttir til Húsavíkur þaðan sem þeim er siglt út í heim. 30 standa uppi atvinnulausir í Mývatnssveit en sextán úr hópnum hafa þegar fengið vinnu í sveitinni, á nærliggjandi stöðum eða eru þegar fluttir á brott. Um tíundi hluti íbúa sveitarfélagsins unnu í verksmiðjunni. Tíundi hluti íbúa Reykjavíkur er um ellefu þúsund manns. Sjálf verður verksmiðjan klippt niður og pressuð í brotajárn en hugsanlegt er að skrifstofubygging og vöruskemma verði nýtt, þegar og ef þörf skapast. Kísiliðjan hóf starfsemi árið 1966 og hefur verið miðpuntkur atvinnu- og mannlífs í Mývatnssveit. Umræður um mögulega kísilduftverksmiðju í sveitinni hefur legið niðri að undanförnu þar sem ekki hefur tekist að afla henni hlutafár.Sjá nánari umfjöllun um lokun Kísiliðjunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×