Innlent

Banaslys við Vonarskarð

Maður lést þegar hann missti stjórn á bíl sem hann ók með þeim afleiðingum að hann valt á hvolf ofan í á við Vonarskarð. Maðurinn, sem var 42 ára, var í samfloti með þremur öðrum bílum þegar slysið varð. Hann var einn í bílnum þegar hann valt. Slysið varð á sjötta tímanum og var strax kallað á lögreglu. Þegar það lá fyrir um hversu alvarlegt slys var að ræða var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og var þyrla send á vettvang með klippur og starfsmenn slökkviliðsins. Þegar það tókst að ná manninum út úr bílnum með aðstoð klippanna var hann látinn. Vonarskarð er á milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×