Innlent

Bæjarstjóri Kópavogs á sjúkrahúsi

Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið hjartaáfall aðfaranótt mánudags. Heimildir blaðsins herma að um nóttina hafi tekist að bjarga lífi Sigurðar með lífgunartilraunum áður en hann var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Þar hefur honum síðustu daga verið haldið sofandi í öndunarvél eftir að hafa verið sendur í aðgerð á þriðjudaginn. Aðgerðin er sögð hafa tekist vel og var jafnvel búist við að reynt yrði að koma Sigurði til fullrar meðvitundar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×