Innlent

Ekki athugasemdir vegna Kárahnjúka

Eftirlitsstofnun EFTA mun ekki grípa til aðgerða eftir að hafa skoðað kvörtun um að ríkisstjórn Íslands hafi ekki farið að tilskipunum Evrópusambandsins við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Í bréfi Eftirlitsstofnunarinnar frá 23. nóvember kemur fram að eftir að hafa skoðað kvörtunina og að fengnum upplýsingum frá íslenska ríkinu hafi verið ákveðið að ljúka málinu án frekari aðgerða. Gerð var krafa fyrir íslenskum dómstólum um að úrskurður umhverfisráðherra vegna Kárahnjúka yrði ómerktur en Hæstiréttur hafnaði kröfunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×