Íslenska ríkið sýknað 25. nóvember 2004 00:01 Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira