Innlent

Óþolinmæði hjá sveitarstjórnum

Fulltrúar sveitarfélaganna settust nú síðdegis á fund með fulltrúum ríkisvaldsins til þess að ræða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitafélaga. Óþolinmæði er farið að gæta hjá sveitarstjórnarmönnum þar sem engar tillögur hafa komið frá ríkinu um hvernig kröfum sveitarfélaganna um auknar tekjur verði mætt og samkvæmt heimildum Stöðvar 2 komu engar tillögur frá ríkinu á fundinum í dag. Sveitarfélögin hafa boðað til aukalandsþings á föstudag til að ræða stöðu mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×