Eldvörnum fyrirtækja áfátt 24. nóvember 2004 00:01 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur eldvörnum 236 fyrirtækja í umdæminu vera verulega áfátt. Níu fyrirtækjum hefur verið hótað dagsektum geri þau ekki nauðsynlegar úrbætur. Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur er meðal þeirra sem hafa dagsektir hangandi yfir sér vegna slakra brunavarna. Eldsvoðinn hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hefur beint sjónum manna að brunavörnum annarra fyrirtækja en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerði eldvarnareftirlitið alvarlegar athugasemdir í sumar við dekkjahauginn sem kviknaði í á mánudaginn. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurft að senda 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. 236 þeirra hafa enn ekki lokið nauðsynlegum úrbótum og má búast við að einhverjir þeirra verði látnir sæta dagsektum. Slíkar sektir vofa yfir níu þeirra en þeim er ekki beitt nema að ríkar ástæður búi að baki. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er gripið til dagsekta í þeim tilvikum þar sem öryggi fólks er talið í hættu vegna umtalsverðra ágalla á eldvörnum. Aðdragandi álagningarinnar er flókinn og þungur í vöfum, til dæmis er veittur andmælaréttur og frestir gefnir til úrbóta. Heimild sveitarfélags þarf til að hægt sé að innheimta sektina. Sektirnar eru ákveðið hlutfall af brunabótamati, þó aldrei hærri en 500.000 þúsund krónur á dag. Eldvarnaeftirlitið hefur um skeið haft eldvarnir endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar til skoðunar og hefur málið komist á það stig að óskað hefur verið eftir heimild til að leggja sektir á stofnunina. Í september tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar beiðnina fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Framhald málsins er á þessari stundu ekki ljóst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur eldvörnum 236 fyrirtækja í umdæminu vera verulega áfátt. Níu fyrirtækjum hefur verið hótað dagsektum geri þau ekki nauðsynlegar úrbætur. Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur er meðal þeirra sem hafa dagsektir hangandi yfir sér vegna slakra brunavarna. Eldsvoðinn hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hefur beint sjónum manna að brunavörnum annarra fyrirtækja en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerði eldvarnareftirlitið alvarlegar athugasemdir í sumar við dekkjahauginn sem kviknaði í á mánudaginn. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurft að senda 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. 236 þeirra hafa enn ekki lokið nauðsynlegum úrbótum og má búast við að einhverjir þeirra verði látnir sæta dagsektum. Slíkar sektir vofa yfir níu þeirra en þeim er ekki beitt nema að ríkar ástæður búi að baki. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er gripið til dagsekta í þeim tilvikum þar sem öryggi fólks er talið í hættu vegna umtalsverðra ágalla á eldvörnum. Aðdragandi álagningarinnar er flókinn og þungur í vöfum, til dæmis er veittur andmælaréttur og frestir gefnir til úrbóta. Heimild sveitarfélags þarf til að hægt sé að innheimta sektina. Sektirnar eru ákveðið hlutfall af brunabótamati, þó aldrei hærri en 500.000 þúsund krónur á dag. Eldvarnaeftirlitið hefur um skeið haft eldvarnir endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar til skoðunar og hefur málið komist á það stig að óskað hefur verið eftir heimild til að leggja sektir á stofnunina. Í september tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar beiðnina fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Framhald málsins er á þessari stundu ekki ljóst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira