Innlent

456 manns hafa diplómata-vegabréf

456 einstaklingar hafa íslensk diplómata-vegabréf að því er fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttir, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag. Auk æðstu embættismanna þjóðarinnar eru fyrrverandi og núverandi starfsmenn utanríkisþjónustunnar meðal þeirra sem rétt hafa á slíkum vegarbréfum, sem og listamenn sem um langt skeið hafa skarað fram úr á alþjóðavettvangi og öðlast hafa heimsfrægð, makar þeirra og börn innan tvítugs svo einhverjir séu nefndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×