Innlent

Áhættumat vegna flugvallarins

Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur gangist nú þegar fyrir ítarlegu áhættumati flugvallar í Vatnsmýri og olíubirgðastöðvar í Örfirisey, sem standa við þéttbýlasta íbúðasvæði landsins, miðborgarstarfsemi og stjórnsýslumiðstöð ríkis og borgar. Bent er á að árlega sé tugmilljónum lítra af bensíni og olíu ekið um þvera og endilanga borgina og aðstæðurnar eigi sér hvergi hliðstæðu. Aðflug flugvallar í Vatnsmýri liggi yfir Alþingishúsið og Ráðhús Reykjavíkur í 60 metra hæð og yfir stærstu olíubirgðastöð á Íslandi, sem sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá miðborginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×