Innlent

Öryrkjafjölgun kostar milljarð

Hann hefur sett af stað vinnu til að greina ástæður þessarar þróunar og væntir þess að niðurstöður liggi fyrir í janúar. "Sú fjölgun sem verður á þessu ári og er áætluð svipuð á næsta ári gerir það að verkum að 2,5 milljarðar fara inn í fjáraukalög og fjárlög fyrir þessi tvö ár," sagði ráðherra. Hann sagði enn fremur að kortleggja þyrfti með viðhlítandi hætti hvaða ástæður lægju til grundvallar, hvort menn væru að fljóta á milli kerfa eða hvort það væri eitthvað í íslenskri þjóðfélagsuppbyggingu og atvinnulífi sem ýtti fólki út í þetta. "Spurningin er hvort þetta álag, óvissa og harka, sem er til dæmis í atvinnulífinu, fer svona með fólk. Mér leikur forvitni á að fá svör við því. Áður háttaði þannig til í atvinnulífinu að fjöldi manns tók þátt í því þótt með skerta starfsgetu væri. Nú tel ég að það sé meiri harka í atvinnulífinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×