Innlent

Sammála í náttúruverndarmálum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í setningarræðu sinni við upphaf fjórða ráðherrafundar Norðurskautsráðsins í Reykjavík á Hótel Nordica í morgun að starf ráðsins hefði skilað góðum árangri frá því Íslendingar tóku við formennsku í því fyrir tveimur árum. Davíð sagði samstarf aðildarríkjanna gott á þessum vettvangi og undirstrikaði að tekist hefði að varpa skýru ljósi á þau vandamál sem steðjuðu að umhverfinu á norðurskautinu. Utanríkisráðherra sagði ennfremur í ræðu sinni að ríkin væru sammála um að taka nauðsynleg skref til að koma í veg fyrir mengun og vernda náttúruauðlindir. Íslendingar láta af formennsku á fundi Norðurskautsráðsins sem nú stendur yfir og munu Rússar taka við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×