Létt við heimkomuna 13. október 2005 15:02 Ekki miklar skemmdir urðu á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. Ekki margir snéru heim á fyrstu klukkustund eftir að lögreglan hafði gefið til þess leyfi. Fólkið sem Fréttablaðið hitti var létt. Það hafði gist hjá ættingjum og haft áhyggjur af eigum sínum. Um 600 íbúar urðu að yfirgefa heimili sína í Laugarneshverfinu vegna eiturgufanna í fyrra kvöld. Helgi Unnar Valgeirsson, kona hans Sigríður Elín og sonur yfirgáfu íbúðina sína upp úr ellefu í gærkvöldi. Þau töldu ekki ráðlegt að hafa soninn í íbúðinni vegna lyktarinnar og reyksins þar sem hann þjáist af astma. Þá eiga þau von á sínu öðru barni og vænta þess á laugardag: "Við vorum að kaupa íbúðina og erum nýbúin að mála hana alla. Ég hef verið að flísaleggja og gera allt klár. Barnið að koma á laugardaginn og þá gerist þetta," segir Helgi sem hefur staðið í undirbúningi fyrir fjölgun í fjölskyldunni síðasta mánuðinn: "Allt var tilbúið en nú liggur brækjan um íbúðina. Barnafötin nýþvegin voru komin á sinn stað, en nú þurfum við að taka allt í gegn aftur." Stofan í íbúðinni snýr frá sjónum þar sem reykinn lagði að húsinu. Hún var lokuð og mátti finna mikinn mun á lyktinni þar inni og miðað við þann hluta íbúðarinnar sem mæddi helst á. Helgi sagðist óviss um hvernær fjölskyldan gisti aftur í íbúðinni. Þau vildu vera viss og hafa varann á vegna astma sonarins og ástands konunnar. Anna Guðmundsdóttir og maður hennar Gunnar Guðmannsson voru nýkomin heim frá dóttur sinn í Kópavogi sem þau gistu hjá: "Við lokuðum gluggum snemma og biðum þar til lögreglan kom og bankaði," segir Anna. Henni hafi verið orðið órótt og viljað komast heim sem fyrst að skoða aðstæðurnar. "Það er ekki mikið í fötum og allt virðist í lagi. Það var aðeins lykt á ganginum en ekkert inni í stofu eða svefnherbergi þannig að við sleppum vel þó við séum svona nálægt eldsupptökunum." Anna og Gunnar eiga fimm uppkomin börn. Gunnar sat við símann og greindi frá því að allt hefði farið vel. Anna taldi þau hjónin heppin. Það hafi farið um hana þar sem þau hafi ekki haft innbústryggingar. Aðalheiður Hauksdóttir og barnabarn hennar Aron Freyr voru í eftirlitsferð um íbúð foreldra hennar við Klapparstíg sem voru erlendis. "Þau eru búin að vera á línunni og hringdu strax niður í Rauða kross-hús til að tilkynna sig. Ég hafði búið mig undir það versta, að allt yrði svart, en íbúðin virðist í lagi," segir Aðalheiður. Hún búi við Granda og hafi fundið lyktina sem lagði yfir bæinn í fyrrakvöld. Hún segir foreldra hennar hafa verið áhyggjufulla en prísaði sig sæla fyrir að ekki fór verr. Fréttir Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ekki miklar skemmdir urðu á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. Ekki margir snéru heim á fyrstu klukkustund eftir að lögreglan hafði gefið til þess leyfi. Fólkið sem Fréttablaðið hitti var létt. Það hafði gist hjá ættingjum og haft áhyggjur af eigum sínum. Um 600 íbúar urðu að yfirgefa heimili sína í Laugarneshverfinu vegna eiturgufanna í fyrra kvöld. Helgi Unnar Valgeirsson, kona hans Sigríður Elín og sonur yfirgáfu íbúðina sína upp úr ellefu í gærkvöldi. Þau töldu ekki ráðlegt að hafa soninn í íbúðinni vegna lyktarinnar og reyksins þar sem hann þjáist af astma. Þá eiga þau von á sínu öðru barni og vænta þess á laugardag: "Við vorum að kaupa íbúðina og erum nýbúin að mála hana alla. Ég hef verið að flísaleggja og gera allt klár. Barnið að koma á laugardaginn og þá gerist þetta," segir Helgi sem hefur staðið í undirbúningi fyrir fjölgun í fjölskyldunni síðasta mánuðinn: "Allt var tilbúið en nú liggur brækjan um íbúðina. Barnafötin nýþvegin voru komin á sinn stað, en nú þurfum við að taka allt í gegn aftur." Stofan í íbúðinni snýr frá sjónum þar sem reykinn lagði að húsinu. Hún var lokuð og mátti finna mikinn mun á lyktinni þar inni og miðað við þann hluta íbúðarinnar sem mæddi helst á. Helgi sagðist óviss um hvernær fjölskyldan gisti aftur í íbúðinni. Þau vildu vera viss og hafa varann á vegna astma sonarins og ástands konunnar. Anna Guðmundsdóttir og maður hennar Gunnar Guðmannsson voru nýkomin heim frá dóttur sinn í Kópavogi sem þau gistu hjá: "Við lokuðum gluggum snemma og biðum þar til lögreglan kom og bankaði," segir Anna. Henni hafi verið orðið órótt og viljað komast heim sem fyrst að skoða aðstæðurnar. "Það er ekki mikið í fötum og allt virðist í lagi. Það var aðeins lykt á ganginum en ekkert inni í stofu eða svefnherbergi þannig að við sleppum vel þó við séum svona nálægt eldsupptökunum." Anna og Gunnar eiga fimm uppkomin börn. Gunnar sat við símann og greindi frá því að allt hefði farið vel. Anna taldi þau hjónin heppin. Það hafi farið um hana þar sem þau hafi ekki haft innbústryggingar. Aðalheiður Hauksdóttir og barnabarn hennar Aron Freyr voru í eftirlitsferð um íbúð foreldra hennar við Klapparstíg sem voru erlendis. "Þau eru búin að vera á línunni og hringdu strax niður í Rauða kross-hús til að tilkynna sig. Ég hafði búið mig undir það versta, að allt yrði svart, en íbúðin virðist í lagi," segir Aðalheiður. Hún búi við Granda og hafi fundið lyktina sem lagði yfir bæinn í fyrrakvöld. Hún segir foreldra hennar hafa verið áhyggjufulla en prísaði sig sæla fyrir að ekki fór verr.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira