Hver klukkutími eins og korter 13. október 2005 15:02 Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsmaður var heima hjá sér í rólegheitum þegar útkallið kom. Hann var búinn að vera við slökkvistörf í fjórtán klukkutíma þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jóhann hefur áður staðið í ströngu á svæði Hringrásar þar hann tók þátt í slökkvistarfi á sama stað árið 1991 en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í um hálft ár. "Textaskilaboðin voru tvenn svo þetta hlaut að vera eitthvað meiriháttar. Ég fór beint niður á stöð á Reykjavíkurflugvelli þar sem ég er staðsettur núna. Þar tók ég einn flugvallarslökkvibílinn, kom hingað og vinna hófst," sagði Jóhann Viggó. Hann segir í góðu lagi að standa rétt við ristastórt bálið í hitanum. Jafnvel sé það ekkert sérstaklega strembið á meðan á því standi því hann hreinlega geymi sér í vinnu. "Þegar dagsbirtan byrjaði að koma áttaði ég mig á því að ég væri nú líklega búinn að vera við störf í nokkurn tíma. Hver klukkutími er eins og korter." segir Jóhann. Góð aðstaða var í húsi Hringrásar rétt hjá dekkjahrúgunni sem brann. Þar gat fólk kastað mæðunni og fengið sér eitthvað að snæða. Boðið var upp á pizzur, samlokur og gos. Fyrsti stórbruni sem Jóhann tók þátt í að ráða niðurlögum á var á sama stað en þá hafði hann starfað hjá slökkviliðinu í hálf ár. "Við vorum hér á nákvæmlega sama stað árið 1991. Ég held að þá hafi tekið tæpan sólarhring að slökkva eldinn að fullu," segir Jóhann. Jóhann beið eftir að fá far niður á stöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þar ætlaði hann að fara í góða sturtu og gufubað á eftir. Hann segir gufuna vera lykilatriði fyrir slökkviliðsmenn eftir útköll því þannig berist óhreinindin út með svita. "Síðan legg ég mig aðeins áður en ég sæki barnið mitt á leikskólann klukkan fjögur," sagði Jóhann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira