Innlent

Tjónið fellur undir brunatryggingu

Samband íslenskra tryggingafélaga sendi nú fyrir hádegi frá sér yfirlýsingu þar sem segir meðal annars að hugsanlegt tjón af völdum sóts og reyks á íbúðarhúsnæði, sem rakið verði til eldsvoðans hjá Hringrás hf., falli undir lögboðna brunatryggingu íbúðareigandans. Hafi íbúar að auki tekið vátryggingar vegna innbús, taka slíkar vátryggingar yfirleitt til brunatjóns, þ.m.t. tjóns vegna reyks og sóts. Fólki er bent á að snúa sér beint til vátryggingafélags síns, telji það sig hafa orðið fyrir tjóni á eigum sínum vegna þessa atburðar. Vátryggingafélögin hafa öll sérstaklega undirbúið sig til að takast á við það verkefni að aðstoða viðskiptavini sína vegna þess tjóns, sem þeir kunna að hafa orðið fyrir vegna þessa umfangsmikla eldsvoða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×