Innlent

Skjálfti sem ekki fannst

Jarðskjálfti af stærðargráðunni 3,4 á Richter með upptök fyrir mynni Eyjafjarðar átti sér stað um klukkan hálf eitt í gærdag. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands kemur fram að eftirskjálftar hafi ekki fylgt í kjölfarið og engar tilkynningar um að fólk hafi orðið skjálftans vart. „Þarna nálægt Flatey og þar norður af hefur verið frekar mikið um að vera undanfarnar vikur, svona heldur meira en venjulega,“ segir Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur, en bætir við að virknin sé þó ekki mikil miðað við þann breytileika sem búast megi við. -



Fleiri fréttir

Sjá meira


×