Innlent

Fleiri koma frá Japan

Helmingi fleiri ferðamenn koma hingað frá Japan nú en þegar opnað var sendiráð í Tokýó árið 2001. Á þetta er bent í Stiklum, vefriti utanríkisráðuneytisins. Þar kemur fram að á milli áranna 2003 og 2004 hafi ferðamönnum frá Japan fjölgað um 51 prósent, þrátt fyrir að mikið hafi dregið úr ferðalögum þeirra í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. „Við erum að uppskera það sem sáð var með margs konar kynningum og samstarfsverkefnum,“ er haft eftir Ingimundi Sigfússyni sem var sendiherra Íslands í Japan frá opnun sendiráðsins þar til Þórður Ægir Óskarsson tók við af honum í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×