Innlent

Hægt að kæra olíufélögin

Fyllilega raunhæft er fyrir einstaklinga að leita réttar síns fyrir dómstólum og leita bóta vegna tjóns sem þeir hafa beðið af samráði olíufélaganna þriggja, að mati Eiríks Elísar Þorlákssonar, lögmanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í FÍB blaðinu er haft eftir Eiríki að í slíkum málum þyrfti fólk að sýna fram á að olíufélögin hafi valdið tjóni með ólögmætri háttsemi sinni og eins hvert tjónið væri. Hann segir síðara atriðið geta verið erfiðleikum bundið því dómstólar geri strangar kröfur um nákvæma kröfugerð sem studd er gögnum í slíkum málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×