Innlent

Nýr forstjóri hjá Tæknivali

Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals frá og með deginum í dag. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Innn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karlsruhe í Þýskalandi og upplýsingaarkitekt frá ETH í Sviss. Sigrún stundar einnig meistaranám í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Sigrún tekur við starfinu af Almari Erni Hilmarssyni lögfræðingi en hann tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra flugfélagsins Iceland Express. Almar hefur þó ekki sagt skilið við Tæknival því hann var í dag skipaður í stjórn félagsins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×