Uppsagnir á Ólafsfirði 18. nóvember 2004 00:01 Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira