Dræmt hljóðið í gærkvöldi 15. nóvember 2004 00:01 "Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
"Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira