Óvissa í skólastarfinu 15. nóvember 2004 00:01 Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira