Innlent

Olís segist ekki hafa hótað

Fráleitt er að halda því fram að Olís hafi hótað að setja Olgeir Jóhannesson, fyrrverandi eiganda smurverkstæðisins Smurs og dekks á Höfn í Hornafirði, á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ólafi Halldórssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís. "Olgeiri var gerð grein fyrir því af hálfu Olís að ef hann kysi að slíta samstarfi við Olís vegna Irving olíu þá myndi Olís finna sér annan samstarfsaðila á Höfn," segir í tilkynningunni. "Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að um hótun hafi verið að ræða, en ljóst að Olís yrði að finna sér annan samstarfsaðila ef Olgeir kysi að vinna með öðrum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×